Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   sun 22. janúar 2023 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Villarreal fékk tvö víti í uppbótartíma
Villarreal vann Girona
Villarreal vann Girona
Mynd: EPA
Spænska liðið Villarreal vann dramatískan, 1-0, sigur á tíu leikmönnum Girona í La Liga í dag.

Girona-liðið lék manni færri frá 78. mínútu er Santiago Bueno fékk að líta rauða spjaldið.

Villarreal fékk tvær vítaspyrnur í uppbótartíma síðari hálfleiks en Gerard Moreno fór á punktinn þegar rúmar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Paulo Gazzaniga varði spyrnuna frá honum en það kom ekki að sök því stuttu síðar fékk liðið aðra vítaspyrnu. Dani Parejo fór í þetta sinn á punktinn og tryggði Villarreal 1-0 sigur. Liðið er í 5. sæti með 31 stig.

Elche og Osasuna gerðu þá 1-1 jafntefli. Argentínumaðurinn Ezequiel Avila gerði mark Osasuna á 20. mínútu áður en Jose Carmona jafnaði fyrir heimamenn tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Úrslit og markaskorarar:

Elche 1 - 1 Osasuna
0-1 Ezequiel Avila ('20 )
1-1 Jose Carmona ('67 )

Villarreal 1 - 0 Girona
1-0 Dani Parejo ('90 , víti)
1-0 Gerard Moreno ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Santiago Bueno, Girona ('78)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 15 12 1 2 42 17 +25 37
2 Real Madrid 15 11 3 1 32 13 +19 36
3 Villarreal 15 10 3 2 29 13 +16 33
4 Atletico Madrid 15 9 4 2 28 14 +14 31
5 Betis 14 6 6 2 22 14 +8 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Getafe 15 6 3 6 13 15 -2 21
8 Athletic 15 6 2 7 14 20 -6 20
9 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
10 Real Sociedad 14 4 4 6 19 21 -2 16
11 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
12 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
13 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
14 Alaves 14 4 3 7 12 15 -3 15
15 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
16 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir
banner
banner