Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Andri Fannar: Ánægður með frumraun mína
Andri Fannar Baldursson spilaði sinn fyrsta leik í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
Andri Fannar Baldursson spilaði sinn fyrsta leik í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson þreytti frumraun sína í ítölsku úrvalsdeildinni í dag, hinn 18 ára gamli Andri er leikmaður Bologna.

Andra var skipt inn á völlinn á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna og Udinese.

Viðtal við Andra var birt á heimasíðu Bologna í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með frumraun mína, ég lagði mikið á mig í vikunni en ef ég á að vera hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að fá tækifærið."

„Þjálfarinn sagði mér að spila minn leik og njóta, ég gerði mitt besta og svo náðum við inn jöfnunarmarki. Ég er ánægður hjá Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótboltanum á Íslandi, ástæðan fyrir því er líklega sú að við erum víkingar og gefumst aldrei upp. Ef kallið kemur aftur verð ég tilbúinn og mun gera mitt besta," sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner