Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 22. febrúar 2020 14:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: ÍBV og Fjölnir unnu óvænt - HK vann í Kórnum
Hallvarður skoraði tvö fyrir Fjölni.
Hallvarður skoraði tvö fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir skoraði sigurmark ÍBV.
Víðir skoraði sigurmark ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír leikir búnir í A-deild Lengjubikars karla í dag. Fjölnir og ÍBV unnu nokkuð óvænta sigra í Riðli 4.

Fjölnir, sem komst upp úr 1. deildinni á síðustu leiktíð, hafði betur gegn Valsmönnum á Origo-vellinum. Hallvarður Óskar Sigurðsson kom Fjölni yfir á 18. mínútu og skoraði Guðmundur Karl Guðmundsson annað mark Fjölnis þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum.

Birkir Már Sævarsson minnkaði muninn fyrir Val á 68. mínútu, en Fjölnir svaraði því vel og kom Hallvarður Óskar Grafarvogsliðinu í 3-1 með öðru marki sínu.

Patrick Pedersen minnkaði muninn á 79. mínútu, en lengra komust lærisveinar Heimis Guðjónssonar ekki og lokatölur 3-2. Bæði lið eru með þrjú stig eftir tvo leiki.

ÍBV er með fullt hús stiga í Riðli 4 eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ. ÍBV vann 5-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í fyrsta leik og svo Stjörnuna, sterkt lið úr Pepsi Max-deildinni, í dag. Frábær byrjun hjá ÍBV, sem leikur í 1. deild á næsta tímabili.

Stjarnan vann Fjölni í fyrsta leik sínum og er því með þrjú stig, eins og Fjölnir og Valur.

Í Kórnum vann HK 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. HK er með sex stig eftir þrjá leiki, en eina tapið til þessa kom gegn FH. HK vann reyndar þann leik, en var dæmt 3-0 tap eftir að liðið notaði ólöglegan leikmann. Þróttur er án stiga eftir tvo leiki.

Riðill 3
HK 2 - 0 Þróttur R.

1-0 Leifur Andri Leifsson ('36)
2-0 Ásgeir Marteinsson ('80)

Riðill 4
Valur 2 - 3 Fjölnir

0-1 Hallvarður Óskar Sigurðarson ('18)
0-2 Guðmundur Karl Guðmundsson ('33)
1-2 Birkir Már Sævarsson ('68)
1-3 Hallvarður Óskar Sigurðarson ('77)
2-3 Patrick Pedersen ('79)

Stjarnan 1 - 2 ÍBV
0-1 Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('53)
1-1 Sölvi Snær Guðbjargarson ('54)
1-2 Víðir Þorvarðarson ('69)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner