mán 22. febrúar 2021 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Di Francesco rekinn frá Cagliari - Semplici tekur við (Staðfest)
Eusebio Di Francesco missti starfið sitt í dag
Eusebio Di Francesco missti starfið sitt í dag
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Cagliari hefur ákveðið að gera þjálfaraskipti en Eusebio Di Francesco var rekinn í dag og er Leonardo Semplici tekinn við liðinu.

Di Francesco var rekinn frá Cagliari eftir slæmt gengi á tímabilinu en liðið er í 18. sæti deildarinar og fimm stigum frá öruggu sæti.

Cagliari ákvað því að láta Di Francesco taka poka sinn í dag en félagið tók sér ekki langan tíma í að finna eftirmann hans.

Leonardo Semplici er tekinn við liðinu en hann sagði upp hjá ítalska B-deildarfélaginu Spal áður en hann skrifaði undir samninginn hjá Cagliari.

Semplici gerir samning við Cagliari út næsta tímabil en Andrea Consumni verður honum til aðstoðar hjá liðinu.
Athugasemdir
banner