Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 17:07
Hafliði Breiðfjörð
Breki Baxter æfir með Víkingi
Breki Baxter í leik með Selfossi í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Breki Baxter í leik með Selfossi í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þorlákur Breki Baxter sem rifti nýlega samningi sínum hjá Lecce á Ítalíu hefur æft með Víkingi undanfarna daga en á undan því æfði hann með FH.

Breki er í leit að nýju félagi eftir að hafa hætt hjá ítalska félaginu og ljóst að áhugi er á honum hér á landi.

Breki er framherji sem kom á Selfoss frá Hetti/Huginn fyrir tímabilið 2021 en hann var keyptur til Lecce síðasta sumar. Hann spilaði lítið með unglingaliði félagsins en hann meiddist stuttu eftir að hann kom til Lecce.

Hann er átján ára og skoraði þrjú mörk í sextán leikjum með Selfossi í Lengjudeildinni á síðasta ári.

Breki skrifaði undir tveggja ára samning við Lecce en er núna félagslaus. Hann á fimm leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner