Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 22. mars 2023 19:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Chelsea vann margfalda meistara

Lyon W 0 - 1 Chelsea W
0-1 Guro Reiten ('28 )


Chelsea er með forystuna eftir fyrri viðureign liðsins gegn Lyon.

Fyrri leikurinn fór fram í Frakklandi en gestirnir frá Englandi komust yfir eftir tæplega hálftíma leik. Erin Cuthbert vann boltann á miðjunni og sendi boltann inn í teiginn á Guro Reiten sem kláraði með glæsilegu skoti.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon gekk illa að skapa sér færi og 1-0 urðu lokatölur.

Lyon hefur átta sinnum unnið Meistaradeildina og er núverandi meistari.

Síðari leikurinn fer fram á fimmtudaginn í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner