Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Enda ekki margir á vellinum á Hlíðarenda ef þetta á að vera svona"
Arnar Grétarsson tók við Valsliðinu eftir síðasta tímabil.
Arnar Grétarsson tók við Valsliðinu eftir síðasta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn er í hjarta varnarinnar hjá Val.
Hólmar Örn er í hjarta varnarinnar hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ekki slæmt að vera með öflugan markvörð fyrir aftan þétta vörn. Frederik þurfti þó ekki að verja skot gegn Víkingum.
Ekki slæmt að vera með öflugan markvörð fyrir aftan þétta vörn. Frederik þurfti þó ekki að verja skot gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Blikaliðið 2015 á metið yfir fæst mörk fengin á sig. Arnar Grétarsson var þá þjálfari liðsins.
Blikaliðið 2015 á metið yfir fæst mörk fengin á sig. Arnar Grétarsson var þá þjálfari liðsins.
Mynd: Fótbolti.net
Rætt var um leik Víkings og Vals í Þungavigtinni á dögunum. Leikurinn endaði með 0-1 sigri Vals á Víkingsvelli þar sem markið kom í uppbótartíma. Leikurinn var frekar lokaður og fátt um opin færi. Víkingur hélt meira í boltann en gekk mjög erfiðlega að koma sér í opin færi, og þegar það tókst þá tókst heimamönnum ekki að koma boltanum á mark Valsara.

Lið Vals var mjög þétt, mikið hlaupið og menn greinilega með þær skipanir að koma sér til baka í stöður sem allra fyrst. Það upplegg gekk upp, markinu haldið hreinu, og sigurmarkið kom í restina eftir mistök frá Víkingum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

Kristján Óli Sigurðsson tók fyrstur til máls og í kjölfarið tók Mikael Nikulásson við orðinu.

„Þetta er ekki boðlegt þessi gæði sem boðið var uppá á laugardaginn. Þetta var einhver leiðinlegasti fótboltaleikur sem ég hef séð, ekki til útflutnings. Valur mætti með sína ellefu manna rútu og hún hélt, liðið er ekki búið að fá á sig mark í keppninni ennþá og erfitt að gagnrýna það. En sóknarleikur Vals, þeir skora ekki mörg mörk í sumar ef þetta verður sóknarleikurinn. Víkingur skapaði að sama skapi ekki mikið. Valur fékk á sig 32 mörk í 22 leikjum í deildinni í fyrra, KA fékk á sig 19. Nú er Arnar Grétarsson tekin við Val. Hann var þjálfari Breiðabliks þegar liðið setti metið, fengu á sig 13 mörk í 22 leikja móti - en unnu samt ekki titilinn. Þetta er það sem Arnar kann og þegar hann fær Andra Rúnar Bjarnason eða Patrick Pedersen þá kannski vænkast hagurinn fram á við," sagði Kristján.

„Valur fer langt í sumar ef liðið fær ekki nein mörk á sig. En með 68 milljónir í mínus í ársreikning, þá get ég ekki sem fótboltaáhugamaður samþykkt þetta. Þeir gera 0-0 jafntefli við Grindavík, vinna HK 1-0 með marki í uppbótartíma og vinna Víking 1-0 með marki í uppbótartíma. Ef niðurstaðan verður sú að Aron Jóhannsson eða Kristinn Freyr Sigurðsson verður á bekknum af því að það kemur framherji inn, þá verður þetta bara hundleiðinlegt. Settu þá fyrir aftan fremsta mann og vertu með einn varnarsinnaðan miðjumann þar fyrir aftan, mér finnst það ekki vera vandamál fyrir Val. Vandamálið fyrir Val er að liðið spilar hundleiðinlegan fótbolta, en hann er árangursríkur. En það enda ekki margir á vellinum á Hlíðarenda að horfa á ef þetta á að vera svona, ég get alveg lofað ykkur því. Það nennir þessu enginn hjá Val," sagði Mikael.

„Þessi tvö lið (Valur og Víkingur) mega eiga það að þau komust í undanúrslitin annað en KR og Stjarnan sem voru með þeim í riðli. En þú verður að sýna mér eitthvað betra en þetta og skemmtanagildið þarf að vera meira en þetta," sagði Mikael og kom inn á að hinn undanúrslitaleikurinn endaði markalaus og því skemmtanagildið í algjöru lágmarki á laugardag. „Liðin hafa þrjár vikur til að búa eitthvað til, en ef þetta byrjar svona í Íslandsmótinu þá endum við með 20-30 manns á vellinum, það nennir enginn að horfa á þetta."

KA vann þann leik gegn ÍBV í vítaspyrnukeppni og mætir Val í úrslitaleik þann 2. apríl á Greifavellinum á Akureyri.

Geta orðið meistarar með þessum varnarleik
Valur var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.

„Ég vona að skemmtanagildið skáni aðeins, en það þurfti samt að taka til þarna. Arnar Grétarsson hefur gert það eins og sést í varnarleiknum. Þeir munu safna heljarins hellings af stigum, á meðan þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark til að vinna. Þú ert með nóg af mönnum sem geta búið til eitthvað og stóra stráka sem geta komið inná teiginn í föstum leikatriðum. Ég veit ekki hversu mikil veisla þetta verður framan af, Arnar er að byggja þetta mjög rólega upp, en greinilega rétt og virðist hafa verið algjör negla að ráða hann. Ég sé Val geta unnið þetta mót bara á því að fá aldrei á sig mark. Þetta er lið sem gæti brotið met Breiðabliks í að fá á sig fá mörk. Þeir eru bara það þéttir," sagði Tómas Þór.

Metið sem Kristján og Tómas nefna var sett tímabilið 2015 þegar Arnar stýrði Breiðabliki í 2. sæti deildarinnar. Þá skoraði Breiðablik 34 mörk í 22 leikjum og fengu eins og fyrr segir þrettán mörk á sig. Liðið endaði þá tveimur stigum á eftir FH sem skoraði þrettán mörkum meira og fékk á sig þrettán mörkum meira.

Í útvarpsþættinum var rætt um öll liðin í deildinni og má nálgast þáttinn hér að neðan.
„Mér líður samt eins og við höfum tapað frekar en að Valur hafi unnið"
Arnar Grétars: Ástæðan fyrir því að við erum ekki að fá á okkur mörk
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra og vangaveltur um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner