Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. apríl 2021 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Jón Dagur með fallega stoðsendingu
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson átti stoðsendingu þegar AGF vann sigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Dagur keyrði á varnarmann Randers, dró boltann til baka og átti frábæra sendingu fyrir markið sem Albert Grønbæk skallaði í markið. Frábært gert hjá Íslendingnum knáa en myndband af stoðsendingunni hjá sjá hér að neðan.

Jón Dagur var tekinn af velli á 84. mínútu en AGF innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.

AGF er í þriðja sæti deildarinnar en á toppnum er Midtjylland sem vann sannfærandi sigur á FC Kaupmannahöfn í kvöld. Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður hjá Midtjylland á 81. mínútu.

Midtjylland er með fjögurra stiga forskot á Bröndby á toppnum þegar sex umferðir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner