Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 22. apríl 2021 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarinn bað um tvö mörk og Kolbeinn svaraði kallinu
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn SIgþórsson byrjaði frábærlega í búningi Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á fyrrum félagi sínu, AIK, í sænsku úrvalsdeildinni síðasta mánudag. Kolbeinn gekk í raðir Gautaborg frá AIK fyrir tímabilið en félögin eru erkifjendur.

Þetta var fyrsti leikur hans fyrir Gautaborg en hann sagðist hafa lofað þjálfara sínum, Roland Nilsson, að skora tvö mörk.

„Hann bað mig um að skora tvö mörk og ég varð að svara því játandi," sagði Kolbeinn við sænska fjölmiðla.

„Það er nokkuð fyndið að þetta hafi gerst svona. Ef það er nóg til að vinna leikinn, þá erum við báðir ánægðir."

„Þetta gefur mér mikið sjálfstraust og vonandi get ég skorað fleiri mörk. Þetta var eitthvað sem ég vildi mikið gera. Þegar þú ert keppnismaður þá er alltaf gaman að spila gegn gömlu félögunum," sagði Kolbeinn jafnframt.
Athugasemdir
banner