Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mán 22. apríl 2024 13:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lítið getað hreyft sig eftir veikindin en lætur á það reyna í vikunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson, besti leikmaður KA, hefur ekki getað spilað með liðinu í byrjun móts.

Grímsi, eins og hann er oftast kallaður, glímdi við erfið veikind í aðdraganda mótsins og var í viku á sjúkrahúsi. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu skömmu fyrir mót og ætlar að byrja æfa aftur í þessari viku.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Vestri

„Ég er að fara að byrja hreyfa mig í þessari viku. Það þarf svo bara að koma i ljós hvernig standið er á mér og hvernig ég bregst við því að fara að hreyfa mig af einhverju viti. Svo verður vonandi stígandi í þessu en ekki eitthvað bakslag," segir Grímsi við Fótbolta.net.

„Það var mjög erfitt að labba fyrstu dagana eftir að ég kom út af spítalanum, en ég er orðinn nokkuð brattur núna. Það verða komnar þrjár vikur núna á miðvikudaginn síðan ég kom útaf spítalanum svo þetta er vonandi að verða nokkuð solid," bætti hann við.

Ekki að fókusera á að fá inn liðsstyrk
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var spurður út í leikmannamál í viðtali eftir leikinn gegn Vestra í gær. Hann var spurður út í Ásgeir Sigurgeirsson, Birgi Baldvinsson og félagaskiptagluggann.

„Ég veit ekki alveg hver staðan á Ásgeiri er, var eitthvað haltur, fékk högg einhvers staðar við hnéð og ég taldi bara best að hann kæmi út af," sagði Haddi um fyrirliðann sem fór af velli í fyrri hálfleik.

„Það er svolítið í það ennþá (að Birgir komi frá Bandaríkjunum), hann er að spila úti, kemur í formi en hann er ekki í næstu leikjum."

Glugginn lokar á miðvikudagskvöldið, sérðu fyrir þér að gera einhverjar breytingar?

„Ég er ekki að fókusera á það. Við þurfum að fara finna okkur, vera við sjálfir aftur. Við þurfum að fá meiri gleði í þetta, hlaupa fyrir hvorn annan og fara að vinna fótboltaleiki," sagði Haddi.
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner