Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mán 22. apríl 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marco Silva skildi liðsval Klopp - „Voru þéttari"
Mynd: EPA

Margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu uppstillingu Liverpool gegn Fulham á Craven Cottage í gær.


Jurgen Klopp stjóri Liverpool ákvað að setja leikmenn á borð við Mohamed Salah, Alexis Mac Allister og Ibrahima Konate á bekkinn og svo lengi mætti telja.

Marco Silva stjóri Fulham var spurður út í liðsval Klopp eftir leikinn sem Liverpool vann 3-1.

„Leikmennirnir í fremstu línu vinna meira án bolta en leikmennirnir sem eru venjulega í byrjunarliðinu. Þetta var ákvörðun Jurgen en maður sá að þeir voru þéttari á ákveðnum augnablikum á góðan hátt," sagði Silva.

Silva var ekki ánægður með dómgæsluna í leiknum.

„Seinni hálfleikurinn var ekki góður hjá okkur. Á heildina litið var frammistaðan hjá dómurunum ekki nógu góð. Margar ákvarðanir sem ég átti erfitt með að skilja," sagði Silva.


Athugasemdir
banner
banner
banner