Stelpurnar í Fram geta þakkað bandaríska markverði sínum henni Elaina Carmen la macchia að tapið í kvöld varð ekki stærri en 2-0. Oftar en einu sinni tók hún á honum stóra sínum.
Viðtalið við hana sýnir að hún er mikil liðskona og var fljót að hrósa liðinu sínu og taldi það mikill heiður að fá að spila fyrir Fram og einnig mikill heiður að vera valin kona leiksins hjá Fram.
Hún sagðist vera stolt að spila með Fram og taldi það vera mikill heiður að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í fyrsta heimaleik síðan 1988 í þessari deild.
Lestu um leikinn: Fram 0 - 2 FH
"Það þarf að taka jákvæðu hlutina með sér sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti leikurinn í Bestu deild kvenna síðan 1988 held ég. Það voru góð augnablik í leiknum en einnig óheppileg atvik, við þurfum að horfa fram á veginn og ekki hengja haus."
"Ég elska að spila fyrir þetta lið og það er auðvelt að leggja sig mikið fram þar sem allt liðið leggur mikið á sig. Það er mikill heiður að vera valin kona leiksins af stuðningsmönnum Fram sérstaklega í ljósi þess að í þessu liði eru margar frábærar knattspyrnukonur."