Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 22. maí 2019 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Matip: Vitum að við getum unnið þá
Liverpool og Tottenham undirbúa sig nú af krafti þessa dagana fyrir stærsta leik tímabilsins sem fer fram í Madríd þann 1. júní næstkomandi, þar verður leikið til úrslita í Meistaradeild Evrópu.

Joel Matip varnarmaður Liverpool er nokkuð bjartsýnn á að liðið geti endað frábært tímabil á sigri í Meistaradeildinni.

„Þetta var frábært tímabil og það getur orðið betra, þetta er stærsti leikur tímabilsins og við munum gefa allt í hann."

Liverpool tapaði fyrir Real Madrid í úrslitunum í fyrra, Matip á von á allt öðruvísi leik í ár.

„Þessi leikur verður mjög ólíkur úrslitaleiknum í fyrra, við vitum að við getum unnið þá og okkur hlakkar mjög mikið til," sagði Matip.
Athugasemdir
banner
banner