Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 22. maí 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Cattermole ekki áfram hjá VVV-Venlo
Enski miðjumaðurinn Lee Cattermole er félagslaus eftir að VVV-Venlo í Hollandi ákvað að framlengja ekki samning við hann.

Hinn 32 ára gamli Cattermole kom til VVV-Venlo frá Sunderland síðastliðið sumar.

VVV-Venlo segir að fjárhagslegar og fótboltalegar ástæður séu fyrir því að Cattermole fær ekki nýjan samning.

Cattermole lék í tíu ár hjá Sunderland og féll með liðinu úr ensku úrvalsdeildinni niður í C-deild.

Hann var áður á mála hjá Middlesbrough og Wigan í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner