sun 22. maí 2022 12:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn í hóp FCK ásamt Ísaki og Hákoni í lokaumferðinni
Mynd: Getty Images

Lokaumferðin í dönsku úrvalsdeildinni fer fram í dag. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er með pálmann í höndunum en liðið er með þriggja stiga forystu á Íslendingaliðið Midtjylland.


Kaupmannahöfn mætir Álaborg í dag en leikurinn hefst kl 16. Orri Steinn Óskarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru allir í leikmannahópi Kaupmannahafnar í dag.

Ísak og Hákon hafa verið sterkir fyrir liðið að undanförnu en Hákon skoraði meðal annars annað marka liðsins í 2-0 sigri á Randers í síðustu umferð.

Ísak og Hákon eru fæddir árið 2003 en Orri sem er fæddur árið 2004 gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í dag en hann hefur farið hamförum hjá u19 ára liði félagsins. 

Samkvæmt Transfermarkt hefur hann skorað 39 mörk í 36 leikjum í u19 deildinni.


Athugasemdir
banner
banner