Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Flautaði leikinn af þegar brjáluð fagnaðarlæti brutust út
Mynd: EPA

Salernitana bjargaði sér frá falli úr ítölsku Serie A deildinni í kvöld þrátt fyrir 0-4 tap á heimavelli.


Það var bætt 8 mínútum við venjulegan leiktíma en þegar það voru tæplega tvær mínútur eftir brutust út fagnaðarlæti í stúkunni sem voru ekki lengi að smitast inn á völlinn.

Leikmenn Salernitana hættu margir hverjir að spila fótbolta og byrjuðu að fagna sem endaði með því að dómarinn flautaði leikinn af.

Þeir voru að fagna úrslitunum í Feneyjum þar sem var nýbúið að flauta markalaust jafntefli af á milli Venezia og Cagliari.

Cagliari hefði bjargað sér og fellt Salernitana með sigri í Feneyjum en rétt tæplega 30 marktilraunir nægðu ekki til að koma boltanum í netið.

Sjáðu atvikið.


Athugasemdir
banner
banner
banner