Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 22. maí 2023 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel meistari á fyrsta ári hjá Midtjylland - Raðað inn stoðsendingum
Daníel Freyr.
Daníel Freyr.
Mynd: Midtjylland
Í meistarabolnum.
Í meistarabolnum.
Mynd: Aðsend
Daníel Freyr Kristjánsson varð um helgina danskur meistari með U19 liði Midtjylland.

Daníel er örvfættur leikmaður, að upplagi kantmaður, sem keyptur var til danska félagsins frá uppeldisfélaginu Stjörnunni síðasta sumar.

Midtjylland hafði betur í baráttunni við FCK um U19 meistaratitilinn. Liðið er með sex stiga forskot þegar ein umferð er eftir af deildinni.

Midtjylland vann keppnina 2021 en FCK vann hana í fyrra. Midtjylland tryggði sér titilinn með 0-2 útisigri á OB á laugardag.

Daníel, sem verður átján ára í ágúst, hefur verið í lykilhlutverki á tímabilinu, hefur leyst stöðu vintri bakvarðar í vetur og er stoðsendingahæstur í liðinu ásamt hægri bakverðinum með tíu stoðsendingar.

Þegar tölfræði Wyscout er skoðuð er Daníel í þriðja sæti yfir „lateral" varnarmenn (bakverði) í U19 deildinni.

Efsti maður þar á lista hefur spilað talsvert fleiri mínútur en Daníel sem varð ekki fastamaður fyrr en talsvert var liðið á tímabilið.

Daníel hefur einnig komið við sögu í æfingaleikjum hjá bæði aðal- og varaliðinu á tímabilinu. Í þeim leikjum hefur hann leyst stöðu kantmanns.

Hann er hluti af U19 landsliðinu sem er á leið í lokakeppni EM í júlí.

Hann á alls að baki átta landsleiki í þeim aldursflokki og lék átján mínútur í lokaleiknum í mars þegar farmiðinn til Möltu var bókaður.
Athugasemdir
banner
banner