Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno Fernandes skilur ef Man Utd ákveður að selja hann
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United segist ekki vera að hugsa um að skipta um félag þrátt fyrir arfaslakt gengi Rauðu djöflanna.

Man Utd tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi og var Fernandes spurður út í framtíðina, hvort hann gæti skipt um félag í sumar.

Fernandes hefur verið einn af bestu leikmönnum Man Utd á tímabilinu og vill ekki skipta um félag. Hann segist þó vera reiðubúinn til þess ef félaginu vantar pening og ákveður að selja hann.

Þrítugur Fernandes hefur meðal annars verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu sem gæti boðið honum risastóran samning. Rúben Amorim þjálfari Man Utd hefur miklar mætur á Fernandes og telur hann vera einn af bestu fótboltamönnum heims.

„Ég hef alltaf sagt það sama. Ég verð hérna í Manchester þangað til félagið segir mér að fara. Ég vil afreka meira hérna, ég vil hjálpa við að koma Man Utd aftur á sinn réttmæta stall á toppi ensku úrvalsdeildarinnar," sagði Fernandes eftir tapið gegn Tottenham.

„Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltaheiminum en ég vil vera hérna. Ég er maður orða minna. Ég skil samt ef félaginu vantar pening og ákveður að selja mig útaf því. Þannig er fótboltinn bara stundum."

Það bendir allt til þess að Man Utd muni kaupa brasilíska sóknarleikmanninn Matheus Cunha í sumar. Hann og Bruno Fernandes gætu því verið partur af sóknarlínu Rauðu djöflanna á næstu leiktíð.
Athugasemdir