Sigur Tottenham gegn Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær færði liðinu ekki bara farseðil í Meistaradeildina á næsta tímabili heldur einnig þátttöku í öðrum úrslitaleik í ágúst.
Tottenham mun spila um Ofurbikar Evrópu þann 13. ágúst en þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og sigurvegarar Evrópudeildarinnar.
Tottenham mun spila um Ofurbikar Evrópu þann 13. ágúst en þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og sigurvegarar Evrópudeildarinnar.
Leikurinn fer fram í Údíne á Ítalíu, heimavelli Udinese.
Ekki er ljóst hver mótherji Tottenham verður en Inter og Paris St-Germain leika til úrslita í Meistaradeildinni þann 31. maí.
Athugasemdir