
ÍBV 4 - 0 KR
1-0 Allison Grace Lowrey ('42)
2-0 Avery Mae Vanderven ('45)
3-0 Allison Grace Lowrey ('60)
4-0 Olga Sevcova ('69)
1-0 Allison Grace Lowrey ('42)
2-0 Avery Mae Vanderven ('45)
3-0 Allison Grace Lowrey ('60)
4-0 Olga Sevcova ('69)
Lestu um leikinn: ÍBV 4 - 0 KR
ÍBV tók á móti KR í fyrsta leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og voru heimakonur betri. Þær fengu góð færi áður en Allison Lowrey og Avery Vanderven skoruðu sitthvort markið skömmu fyrir leikhlé.
Allison gerði frábærlega að skora úr erfiðu færi áður en Avery setti boltann í netið eftir mikinn atgang í vítateignum í kjölfar slæmra mistaka hjá Helenu Sörensdóttur á milli stanga KR.
Allison setti þriðja mark Eyjakvenna í síðari hálfleik áður en Olga Sevcova gerði endanlega út um viðureignina á 69. mínútu.
Lokatölur 4-0 fyrir ÍBV. Þægilegur sigur í miklu leiðindaveðri í Vestmannaeyjum.
Liðin mættust í toppslag Lengjudeildarinnar og er ÍBV á toppinum eftir sigurinn, tveimur stigum fyrir ofan KR.
Athugasemdir