Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Lykilmaður hjá Atlético verðlaunaður með nýjum samningi
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn ungi Pablo Barrios hefur verið verðlaunaður með nýjum samningi hjá Atlético Madrid eftir frábæra frammistöðu á tímabilinu.

Barrios, sem verður 22 ára í sumar, hefur fest sig í sessi sem mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu og er búinn að semja við félagið til 2030.

Barrios er fjölhæfur miðjumaður sem hefur í heildina spilað 101 leik fyrir aðallið Atlético og fékk að spila sinn fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra. Hann er mikilvægur hlekkur í U21 og U23 landsliðunum.

Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir Diego Simeone þjálfara og Atlético Madrid í heild. Simeone hefur gríðarlega miklar mætur á Barrios og býst við að hann verði lykilmaður í liðinu á næstu árum.
Athugasemdir
banner