Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Jafnt í fyrri úrslitaleiknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Heidenheim 2 - 2 Elversberg
0-1 Lukas Petkov ('18)
0-2 Fisnik Asllani ('42)
1-2 Tim Siersleben ('62)
2-2 Mathias Honsak ('64)

Heidenheim tók á móti Elversberg í árlegu umspilseinvígi þýsku deildarinnar, þar sem þriðja sætið úr næstefstu deild spilar tvo úrslitaleiki við þriðja neðsta sætið úr efstu deild.

Sigurvegari einvígisins mun leika í efstu deildinni á næstu leiktíð.

Heidenheim, sem endaði í þriðja neðsta sæti í Bundesliga, tók á móti Elversberg í kvöld og voru gestirnir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Lukas Petkov og Fisnik Asllani skoruðu sitthvort markið svo Elversberg leiddi 0-2 í leikhlé.

Heimamenn skiptu um gír í síðari hálfleik og sköpuðu sér urmul færa, á meðan gestirnir voru áfram hættulegir í sínum aðgerðum.

Heimamenn voru þó talsvert sterkari og verðskulduðu að jafna metin þegar Tim Siersleben og Mathias Honsak skoruðu með stuttu millibili.

Heidenheim tókst ekki að gera sigurmark þrátt fyrir góðar tilraunir svo lokatölur urðu 2-2 í fyrri úrslitaleik liðanna. Seinni leikurinn fer fram í Elversberg næsta mánudag.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner