Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Raphinha búinn að skrifa undir (Staðfest)
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Raphinha hefur átt framúrskarandi tímabil með Barcelona þar sem hann er orðinn ómissandi lykilleikmaður undir stjórn Hansi Flick.

Raphinha hefur verið að raða inn mörkum og stoðsendingum á tímabilinu og hefur fengið nýjan endurbættan samning að launum.

Barca framlengir samningslengd Raphinha um eitt ár, til 2028, og hækkar leikmaðurinn umtalsvert í launum.

Raphinha hefur komið að 59 mörkum í 56 leikjum á tímabilinu, með 34 mörk skoruð og 25 lögð upp.

Leikmaðurinn er ómetanlegur fyrir Börsunga og tekst félaginu með þessu að tryggja sér þjónustu hans á hans bestu fótboltaárum.

Raphinha er 28 ára gamall og hefur skorað 11 mörk í 33 landsleikjum fyrir Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner