Brasilíski kantmaðurinn Raphinha hefur átt framúrskarandi tímabil með Barcelona þar sem hann er orðinn ómissandi lykilleikmaður undir stjórn Hansi Flick.
Raphinha hefur verið að raða inn mörkum og stoðsendingum á tímabilinu og hefur fengið nýjan endurbættan samning að launum.
Barca framlengir samningslengd Raphinha um eitt ár, til 2028, og hækkar leikmaðurinn umtalsvert í launum.
Raphinha hefur komið að 59 mörkum í 56 leikjum á tímabilinu, með 34 mörk skoruð og 25 lögð upp.
Leikmaðurinn er ómetanlegur fyrir Börsunga og tekst félaginu með þessu að tryggja sér þjónustu hans á hans bestu fótboltaárum.
Raphinha er 28 ára gamall og hefur skorað 11 mörk í 33 landsleikjum fyrir Brasilíu.
Living the dream.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 22, 2025
???????????????????????????????? ???????????????? ?????? pic.twitter.com/zzekNJdxI9
Athugasemdir