
Humphreys hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Englands og er enn gjaldgengur fyrir U21 liðið. Hann fer líklega með á EM í sumar. Tino Livramento, Rico Lewis, Jarrad Branthwaite og Jarell Quansah eru meðal varnarmanna U21 landsliðsins.
Burnley er búið að ganga frá kaupum á varnarmanninum Bashir Humphreys frá Chelsea fyrir um 15 milljónir punda. Chelsea heldur hlutfalli af endursölurétti leikmannsins og fær því prósentu ef Burnley selur Humphreys frá félaginu.
Humphreys, 22 ára, gerir fjögurra ára samning við Burnley eftir að hafa leikið á láni með liðinu á tímabilinu. Humphreys reyndist mikilvægur hlekkur í varnarlínu liðsins og hlakkar til að spila í úrvalsdeildinni í haust.
Burnley endaði með 100 stig í Championship deildinni til að tryggja sér beina leið aftur upp í úrvalsdeildina eftir fall í fyrra.
„Ég er í skýjunum með þetta, ég er að njóta mín í botn hjá Burnley. Mér hefur liðið vel hérna allt frá því að ég labbaði inn á æfingasvæðið í fyrsta sinn. Þetta er einn af bestu leikmannahópum sem ég hef nokkurn tímann verið partur af, þetta er ótrúlega skemmtilegur og samheldinn hópur. Ég veit hversu klisjukennt það hljómar en það er sannleikurinn," sagði Humphreys meðal annars.
„Liðið er frábært, leikmennirnir, stuðningsmennirnir. Við erum virkilega spenntir fyrir því að berjast í ensku úrvalsdeildinni."
Athugasemdir