Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. júní 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ellefu lið komin áfram - Hver verða síðustu fimm?
Komast ríkjandi Evrópumeistararnir áfram?
Komast ríkjandi Evrópumeistararnir áfram?
Mynd: EPA
Schick hefur skorað þrjú mörk í mótinu. Tékkland er öruggt áfram.
Schick hefur skorað þrjú mörk í mótinu. Tékkland er öruggt áfram.
Mynd: EPA
Ellefu lið eru þegar örugg með sæti í 16-liða úrslitum Evrópmótsins. Riðlakeppnin heldur áfram í kvöld og lýkur á morgun. Riðill D klárast í kvöld og á morgun klárast riðlar E og F.

Ítalía, Belgía og Holland fara áfram sem sigurvegarar í sínum riðli. Wales, Danmörk og Austurríki fara áfram sem lið úr öðru sæti.

Sviss er öruggt með að fara áfram sem eitt af bestu liðunum í þriðja sæti en fjögur af sex stigahæstu liðum sem enda í 3. sæti í sínum riðli fara áfram.

Þá eru Tékkland, England, Svíþjóð og Frakkland örugg með sitt sæti en óvíst í hvaða sætum liðin enda. Þrjú stig og jákvæð markatala mun duga til að fara áfram.

Bæði Skotland og Króatía eiga möguleika á að fara áfram í kvöld og verður spennandi að sjá hvernig sá leikur fer, þau mætast innbyrðis.

Öll átta liðin sem spila á morgun eiga svo möguleika á því að fara áfram. Tvö þeirra, Frakkland og Svíþjóð, eru komin áfram en hvort Slóvakía, Spánn, Pólland, Þýskaland, Portúgal eða Ungverjaland fara áfram er óljóst.

Liðin í 3. sæti sem stendur:
1. Sviss 4 stig -1 (komið áfram)
2. Portúgal 3 stig +1 (á 1 leik eftir)
3. Úkraína 3 stig -1
4. Finnland 3 stig -2
5. Spánn 2 stig 0 (á 1 leik eftir)
6. Króatía 1 stig -1 (á 1 leik eftir)
Athugasemdir
banner
banner