Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sociedad náði að fjarlægja mikilvæga klásúlu
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Borussia Dortmund og Real Sociedad hafa komist að samkomulagi um að fjarlæga klásúlu í samningi leikmannsins.

Klásúlan sem um ræðir er ákveðin upphæð sem Dortmund gat keypt hann fyrir. Samið var um það þegar Isak var seldur til Sociedad 2019 að Dortmund gæti keypt hann aftur fyrir um 30 milljónir evra.

Michael Zorc, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund, segir í samtali við Ruhr Nachrichten að félagið hafi komist að samkomulagi við Sociedad um að fjarlægja klásúluna.

Talið er að Sociedad hafi greitt Dortmund um 5 milljónir evra til að eyða klásúlunni.

Isak, sem er 21 árs, hefur staðið sig vel á EM með Svíþjóð, en hann skoraði 17 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann gæti verið eftirsóttur af stórum félögum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner