mið 22. júní 2022 21:54
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Njarðvík rúllaði yfir Ægi - Auðvelt hjá Haukum
Úlfur Ágúst Björnsson gerði þrennu fyrir Njarðvíkinga
Úlfur Ágúst Björnsson gerði þrennu fyrir Njarðvíkinga
Mynd: Njarðvík
Haukar unnu góðan sigur á ÍR
Haukar unnu góðan sigur á ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna nýliða Ægis í 2. deild karla í kvöld og gerðu Njarðvíkingar það með stæl, 6-0. Haukar unnu þá ÍR-inga, 3-0, á ÍR-vellinum í Breiðholti.

Njarðvíkingar hafa verið í banastuði í 2. deildinni í sumar og hafa nú unnið sjö leiki og gert eitt jafntefli.

Liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik gegn Ægi en Úlfur Ágúst Björnsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum.

Fyrsta markið gerði hann á 10. mínútu áður en Kenneth Hogg bætti við öðru níu mínútum síðar. Úlfur skoraði svo þriðja mark Njarðvíkinga á 29. mínútu áður en hann fullkomnaði þrennuna undir lok fyrri hálfleiks.

Marc McAusland og Oumar Diouck gerðu síðan tvö mörk með þriggja mínútna millibili og 6-0 sigur staðreynd. Njarðvík er á toppnum með 22 stig, þremur stigum meira en Ægir sem er í öðru sætinu.

Haukar unnu þá ÍR, 3-0. Eftir markalausan fyrri hálfleik tóku Haukar á skarið en það var Anton Freyr Hauks Guðlaugsson sem gerði fyrsta markið á 51. mínútu áður en Gísli Þröstur Kristjánsson tvöfaldaði forystuna nokkrum mínútum síðar. Aron Skúli Brynjarsson gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Haukar eru með 14 stig í 4. sæti en ÍR í 6. sæti með 11 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Njarðvík 6 - 0 Ægir
1-0 Úlfur Ágúst Björnsson ('10 )
2-0 Kenneth Hogg ('19 )
3-0 Úlfur Ágúst Björnsson ('29 )
4-0 Úlfur Ágúst Björnsson ('41 )
5-0 Marc Mcausland ('69 )
6-0 Oumar Diouck ('72 )

ÍR 0 - 3 Haukar
0-1 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('51 )
0-2 Gísli Þröstur Kristjánsson ('54 )
0-3 Aron Skúli Brynjarsson ('71 , Mark úr víti)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner