Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 22. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pálmi Rafn og fleiri útskrifaðir með KSÍ A þjálfaragráðu
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru 30 þjálfarar að útskrifast með KSÍ A þjálfararéttindi og má finna nokkur þekkt nöfn þar á meðal.


Tveir hópar útskrifuðust á sama tíma, bæði þeir sem byrjuðu í september 2020 og september 2021 enda hafði Covid mikil áhrif á lengd námstímabilsins.

Meðal þess sem gert var á námskeiðinu var leikgreining, tímabilaskipting, bóklegt og verklegt próf sem og hópavinna þar sem þjálfararnir fylgdust með hver öðrum að störfum í þeirra umhverfi undir eftirliti leiðbeinanda frá KSÍ. Hluti af námskeiðinu fór fram í viku námsferð til Kaupmannahafnar.

Pálmi Rafn Pálmason, Hallgrímur Jónasson og Jonathan Glenn eru meðal þeirra sem eru að ljúka námi en þar má einnig finna nokkra núverandi þjálfara á borð við Nik Chamberlain, Magnús Má Einarsson og Davíð Þór Viðarsson.

Næsta þjálfaragráða fyrir ofan A-gráðuna heitir UEFA Pro.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner