Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 16:55
Ívan Guðjón Baldursson
Annað tapið í röð hjá Kongsvinger - Sogndal nálgast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í Skandinavíu, þar sem Róbert Orri Þorkelsson var í tapliði Kongsvinger gegn Sogndal í næstefstu deild í Noregi.

Sogndal vann leikinn 2-0 þar sem Óskar Borgþórsson kom inn af bekknum á lokamínútunum í sigrinum á heimavelli.

Róbert Orri lék allan leikinn í liði Kongsvinger sem er á toppi OBOS-deildarinnar þrátt fyrir að vera aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu þremur leikjum.

Sogndal er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Kongsvinger.

AGF og Brabrand gerðu þá markalaust jafntefli í æfingaleik í Danmörku og fóru nokkrir leikir fram í efstu deild kvenna í Noregi.

Þar var Íris Ómarsdóttir í liði Stabæk sem tapaði 0-1 á heimavelli gegn Lilleström, á meðan Natasha Moraa Anasi og Sædís Rún Heiðarsdóttir sátu á bekkjunum hjá Brann og Vålerenga í góðum sigrum.

Vålerenga lagði Rosenborg á útivelli í toppslag deildarinnar á meðan Brann sigraði auðveldlega gegn botnliði Arna-Björnar og situr í þriðja sæti.

Sogndal 2 - 0 Kongsvinger

AGF 0 - 0 Brabrand

Rosenborg 1 - 2 Valerenga

Brann 5 - 1 Arna-Bjornar

Stabaek 0 - 1 Lillestrom

Athugasemdir
banner
banner