Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern með þriðja tilboðið í Palhinha
Palhinha í baráttunni við Martin Ödegaard í Lundúnaslag gegn Arsenal.
Palhinha í baráttunni við Martin Ödegaard í Lundúnaslag gegn Arsenal.
Mynd: EPA
FC Bayern er í viðræðum við Fulham um kaup á portúgalska miðjumanninum Joao Palhinha, sem var næstum því genginn til liðs við þýska stórveldið í fyrrasumar.

Þau félagaskipti gengu að lokum ekki í gegn og var Palhinha afar svekktur, enda var hann staddur í München og tilbúinn til að skrifa undir samning en fékk ekki leyfi til þess frá Fulham.

Fulham hefur þegar hafnað tveimur kauptilboðum frá Bayern fyrir Palhinha í sumar og var þriðja að berast í dag. Sky Sports greinir frá því að nýjasta tilboðið hljóði upp á tæplega 40 milljónir punda.

Óljóst er hvort það sé nóg fyrir Fulham, sem er talið vilja fá rúmar 40 milljónir fyrir miðjumanninn sinn.

Palhinha er 28 ára gamall og með fjögur ár eftir af samningi sínum við Fulham - með möguleika á eins árs framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner