West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   lau 22. júní 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
De la Fuente: Fullkomnasti leikur sem við höfum spilað
Mynd: EPA
Spænski landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente var í sjöunda himni eftir sannfærandi sigur Spánverja gegn Ítalíu á fimmtudagskvöldið.

Spánverjar tryggðu sér þar með sæti í útsláttarkeppni Evrópumótsins eftir tvo sigra úr tveimur fyrstu leikjunum. Lokatölur urðu 1-0 en Spánn hefði hæglega getað skorað nokkur mörk til viðbótar ef ekki fyrir slaka færanýtingu og magnaða frammistöðu hjá Gianluigi Donnarumma, markverði Ítala.

„Ég er himinlifandi og að springa úr stolti eftir þessa frammistöðu. Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við yfirspiluðum ríkjandi Evrópumeistara, ég hef sagt það áður að við erum með besta lið í heimi," sagði De la Fuente.

„Ég held að þetta hafi verið besti leikur landsliðsins frá því að ég tók við þjálfun þess. Þetta var fullkomnasti leikur sem við höfum spilað. Við erum besta landslið í heimi, við getum aðlagað leikstílinn okkar að aðstæðum hverju sinni. Ég er með frábæran leikmannahóp, þetta er mögnuð kynslóð.

„Það er mikilvægt að við höldum fótunum á jörðinni því við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá. Tveir leikir eru ekki nóg. Það er ekki kominn tími til að fagna."


Hinn 62 ára gamli De la Fuente er að stýra A-landsliði í fyrsta sinn á stórmóti en hann býr yfir mikilli reynslu eftir frábæran árangur með U19, U21 og U23 landsliðum Spánverja síðasta áratuginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner