Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 12:29
Ívan Guðjón Baldursson
Iroegbunam fyrstur inn hjá Everton (Staðfest)
Iroegbunam í leik með Aston Villa gegn Nicolas Jackson og félögum í Chelsea.
Iroegbunam í leik með Aston Villa gegn Nicolas Jackson og félögum í Chelsea.
Mynd: EPA
Everton er búið að staðfesta komu Tim Iroegbunam til félagsins frá Aston Villa, en Lewis Dobbin fer í hina áttina.

Everton borgar 9 milljónir punda fyrir Iroegbunam, sem er sama upphæð og Villa borgar fyrir Dobbin.

Iroegbunam er tvítugur miðjumaður sem kom við sögu í 15 leikjum með Villa á síðustu leiktíð. Hann er leikmaður U20 landsliðs Englands og gerði flotta hluti á láni í Championship deildinni í fyrra.

Næsti leikmaður sem mun ganga til liðs við Everton verður kantmaðurinn Jack Harrison, sem kemur aftur á lánssamningi frá Leeds United líkt og á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner