Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júlí 2021 22:39
Ívan Guðjón Baldursson
Birgir Baldvinsson í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
Afturelding var að fá liðsstyrk í Lengjudeildinni. Varnarjaxlinn Birgir Baldvinsson kemur til liðsins að láni frá KA út leiktíðina.

Birgir er fæddur 2001 og spilaði 4 leiki í Pepsi Max-deildinni fyrri hluta sumars, að láni hjá Leikni R. Hann lék 5 leiki að láni hjá Leikni í Lengjudeildinni í fyrra.

Birgir vildi þó meiri spiltíma í sumar og hefur tekið ákvörðun um að færa sig niður um deild.

Birgir gengur til liðs við flott lið Mosfellinga sem er með 16 stig eftir 12 umferðir í Lengjudeildinni, aðeins sjö stigum eftir ÍBV sem vermir annað sætið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner