Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   fim 22. júlí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gaman að spila með honum og erum mjög góðir vinir"
Finnur Orri
Finnur Orri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn.
Viktor Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik mætir Austria Vín í Sambandsdeildinni klukkan 16:00 í dag. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar og fer fyrri leikurinn fram í Austurríki. Seinni leikurinn fer svo fram á Kópavogsvelli eftir viku.

Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í gær.

Úr viðtalinu:
„Vitum hvað við getum og það er kannski fyrst að koma almennilega í ljós"
Viktor Örn: Held að hann græði meira á því en ég

Viktor var einnig spurður út í komu broður síns til félagsins. Finnur Orri Margeirsson sneri aftur í Breiðablik eftir ár í Noregi og fimm tímabil í Vesturbænum.

Hvernig er að fá Finn Orra í hópinn?

„Það er mjög gott og eflir hópinn mjög mikið. Ég tel þetta virkilega öfluga viðbót við þennan hóp. Hann þekkir þetta inn og út, hefur unnið stóra titla og er með hellings reynslu. Hann er gríðarlega góður og fjölhæfur spilari," sagði Viktor.

„Hann var aðeins óheppinn í aðdraganda mótsins, var frá í smá tíma og er að komast í takt við þetta. Hann á eftir að bæta í og bætir hópinn. Við erum með risastóran hóp, góðir einstaklingar í hópnum, breiddin er góð eins og liðsheildin. Finnur gerir fátt annað en að bæta hana og efla."

Eruði vanir að spila saman?

„Við höfum í gegnum tíðina ekki oft spilað saman. Við eigum einhverja leiki og æfingar þegar ég er að koma upp í meistaraflokkinn. Við höfum spilað nokkra leiki saman núna á þessu tímabili, það er gaman að spila með honum og erum mjög góðir vinir."

„Við tengjum vel saman og eigum sennilega eftir að spila meira saman á þessu tímabili og komandi tímabilum,"
sagði Viktor að lokum.
Athugasemdir
banner