Þórhallur Dan, aðstoðarþjálfari Hauka var ánægður eftir 3-1 sigur sinna manna gegn Gróttu í 18. umferð 1. deildar karla sem fram fór í dag.
Þriðji sigur Hauka í röð í deildinni og þeir eru á góðri siglingu.
Þriðji sigur Hauka í röð í deildinni og þeir eru á góðri siglingu.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 3 Haukar
„Þetta er ánægjulegt. Strákarnir eru að þroskast og eru að halda þetta út lengur. Í byrjun sumars unnum við einn leik og töpuðum alltaf næsta en við erum ánægðir með þetta núna."
„Við byrjuðum rosalega vel og lögðum mikið uppúr því að byrja vel. Við fórum vel yfir Gróttu liðið og fundum veikleika hjá þeim. Þeir gerðu það sem þeir voru beðnir um og síðan komu kaflar þar sem við duttum óþarflega djúpt aftur og síðan hleyptum við þeim inn í leikinn eftir að þeir skoruðu þetta mark."
Með sigrinum gulltryggði Haukar veru sinna í deildinni og eru komnir með 29 stig í 6. sæti deildarinnar.
„Það lítur vel út með flesta leikmennina. Við þurfum að sjá til hvernig þetta verður í haust. Ég geri ráð fyrir því að flestir allir, ef ekki allir verði áfram. Ef einhver fer, þá fara þeir sennilega til útlanda," sagði Þórhallur Dan aðstoðarþjálfari Hauka að lokum.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























