Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   fim 22. ágúst 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Skipt um dómara en sömu aðstoðardómarar á fallbaráttuslag HK og KR
Sigurður Hjörtur aðstoðar Helga Guðjónsson, leikmann Víkings.
Sigurður Hjörtur aðstoðar Helga Guðjónsson, leikmann Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og KR mætast í miklum fallbaráttuslag í Bestu deild karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20 í Kórnum.

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að hafna kröfu KR um að fá dæmdan 3-0 sigur og leikurinn verður spilaður í kvöld.

HK er í neðsta sæti Bestu deildarinnar með 14 stig en KR er í níunda sæti með 18 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Sigurður Hjörtur Þrastarson mun fá það verkefni að dæma leikinn í kvöld en upphaflega var það Arnar Þór Stefánsson sem átti að dæma leikinn þann 8. ágúst. Arnar lét fresta leiknum þar sem annað markið var brotið og hann verður ekki með flautuna í kvöld.

Hinsvegar verða sömu aðstoðardómarar; Andri Vigfússon og Patrik Freyr Guðmundsson, og sami eftirlitsmaður; Kristinn Jakobsson.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner