Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 22. september 2019 10:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Dagný aftur á sigurbraut - Tap hjá Gunnhildi
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Portland Thorns og lék hún allan leikinn fyrir liðið í góðum sigri gegn Houston Dash.

Eitt mark skildi liðin að. Það mark gerði Tobin Heath fyrir Portland stuttu eftir að flautað var til leiks í seinni hálfleik.

Mætingin hefur verið frábær á leiki Portland það sem af er þessu tímabili. Liðna nótt mættu rúmlega 21 þúsund manns á leikinn!

Dagný og stöllur hennar eru komnar aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð fyrir leikinn gegn Houston. Portland er í þriðja sæti með 39 stig, sex stigum frá toppliði North Carolina Courage.

North Carolina Courage mætti Utah Royals, liði Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, liðna nótt. Þar urðu lokatölur 3-0 fyrir North Carolina. Gunnhildur lék allan leikinn.

Utah er í fjórða sæti deildarinnar með 31 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner