Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. september 2019 17:39
Brynjar Ingi Erluson
England: Sjötti sigur Liverpool kom gegn Chelsea - Endurkoma hjá Arsenal
Roberto Firmino fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum í dag
Roberto Firmino fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum í dag
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmark Arsenal úr aukaspyrnu
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmark Arsenal úr aukaspyrnu
Mynd: Getty Images
Jürgen Kloppp og lærisveinar hans í Liverpool náðu í 6. sigurinn í ensku úrvalsdeildinni af 6 mögulegum er liðið vann Chelsea 2-1 á Stamford Bridge í dag. Þetta var þá 15 sigur liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea 1 - 2 Liverpool
0-1 Trent Alexander-Arnold ('14 )
0-2 Roberto Firmino ('30 )
1-2 NGolo Kante ('71 )

Liverpool komst yfir gegn Chelsea strax á 14. mínútu með marki frá Trent-Alexander Arnold. Mohamed Salah lagði þá boltann aftur fyrir sig á Alexander Arnold sem þrumaði knettinum upp í hægra hornið.

Cesar Azpilicueta kom boltanum í netið á 28. mínútu og fögnuðu leikmenn Chelsea vel og innilega en í aðdragandanum var Mason Mount rangstæður og eftir að mennirnir í VAR-herberginu höfðu skoðað atvikið þá var markið dæmt af.

Chelsea-liðið var vankað eftir þau vonbrigði og skoraði Roberto Firmino annað mark Liverpool með skalla eftir vel útfærða aukaspyrnu.

Sóknarþungi Chelsea var mikill undir lok leiksins en N'Golo Kante minnkaði muninn með frábæru marki. Mason Mount og Michy Batshuayi fengu báðir tækifæri til að jafna leikinn en markið kom ekki og lokatölur 2-1 fyrir Liverpool sem er í efsta sæti með 18 stig af 18 mögulegum.

Endurkoma á Emirates

Arsenal 3 - 2 Aston Villa
0-1 John McGinn ('20 )
1-1 Nicolas Pepe ('59 , víti)
1-2 Wesley ('60 )
2-2 Calum Chambers ('81 )
3-2 Pierre Emerick Aubameyang ('84 )
Rautt spjald:Ainsley Maitland-Niles, Arsenal ('41)

Arsenal vann á meðan góðan endurkomusigur á Aston Villa á Emirates, 3-2. John McGinn kom Villa yfir á 20. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Anwar El Ghazi. Ainsley Maitland-Niles var rekinn af velli á 41. mínútu er hann fór í harða tæklingu og staðan 1-0 fyrir Villa í hálfleik.

Arsenal fékk víti á 58. mínútu er Björn Engels braut á Matteo Guendouzi. Nicolas Pepe tók vítið og skoraði en aðeins mínútu síðar var brasilíski framherjinn Wesley búinn að koma Villa aftur yfir. Jack Grealish átti þá magnaðan sprett inn í teiginn, áður en hann lagði boltann fyrir Wesley sem skoraði örugglega.

Calum Chambers jafnaði metin á 81. mínútu eftir fyrirgjöf Guendouzi og þremur mínútum síðar skoraði Pierre-Emerick Aubameyang sigurmarkið úr aukaspyrnu. Föst aukaspyrna í hægra hornið og 3-2 sigur Arsenal í höfn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner