Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 22. september 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane ráðinn til Sky Sports - Byrjar í dag
Mynd: Getty Images
Sky Sports er búið að ráða Roy Keane til starfa sem knattspyrnusérfræðing og verður hann í stúdíóinu þegar Man Utd heimsækir West Ham í dag.

Þar mun hann starfa með mönnum á borð við Gary Neville, Jamie Carragher, Graeme Souness og Jose Mourinho.

„Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar mér var boðið starfið. Ég hef sinnt nokkrum verkefnum fyrir Sky Sports og alltaf notið mín," sagði Keane.

„Ég elska þessa íþrótt og vil starfa í kringum fótboltaheiminn þó ég sé ekki að þjálfa. Þetta er það næstbesta eftir þjálfun.

„Ég tel þetta starf henta mér vel því ég hef sterkar skoðanir. Þetta starf snýst nánast eingöngu um skoðanir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner