Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. september 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Framkvæmdir við stækkun Anfield hefjast í næstu viku
Svona mun Anfield Road stúkan líta út eftir breytingar.
Svona mun Anfield Road stúkan líta út eftir breytingar.
Mynd: Liverpool
Liverpool hefur staðfest að í næstu viku hefjist vinna við stækkun á Anfield Road stúkunni. Eftir stækkunina mun leikvangurinn taka 7.000 sæti til viðbótar.

Leikvangurinn mun þá taka yfir 61 þúsund manns og verður þriðji stærsti leikvangurinn í úrvalsdeildinni þegar kemur að áhorfendafjölda, á eftir Old Trafford og Tottenham Hotspur leikvangnum.

Unnið verður að stækkuninni á Anfield á svipaðan hátt og þegar stækkun aðalstúkunnar var framkvæmd 2016.

Reiknað er með að nýju framkvæmdirnar klárist fyrir tímabilið 2023-24, lægri hluti stúkunnar verður endurnýjaður og nýr efri hluti mun rísa.
Athugasemdir
banner
banner
banner