Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. september 2022 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti sigur Arnars sem landsliðsþjálfari kom í hundleiðinlegum leik
Ísak gerði sigurmarkið.
Ísak gerði sigurmarkið.
Mynd: EPA
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: EPA
Venesúela 0 - 1 Ísland
0-1 Ísak Bergmann Jóhannesson ('87 , víti)
Lestu um leikinn

Íslenska landsliðinu tókst að leggja Venesúela í æfingaleik sem fram fór í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag.

Þessi leikur var svo sannarlega ekki mikið fyrir augað og var hann í raun hundleiðinlegur fyrir þá fáu áhorfendur sem skelltu sér á völlinn - sem og fyrir fólk sem horfði á hann í sjónvarpi.

Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson sneru aftur í íslenska liðið og voru þeir allir í byrjunarliðinu í þessum leik.

Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi framan af en liðið átti ekki sína fyrstu skottilraun fyrr en á 61. mínútu. „Mikael Egill lætur vaða fyrir utan teig, vel yfir. En gleðiefni að við áttum marktilraun," skrifaði Örvar Arnarsson í beinni textalýsingu frá Austurríki þegar Mikael Egill Ellertsson átti fyrstu tilraun Íslands að marki.

Á 87. mínútu dró til tíðinda þegar brotið var á varamanninum Þóri Jóhanni Helgasyni innan teigs. Dómarinn mat það allavega þannig og var vítaspyrna dæmd. Annar varamaður, Ísak Bergmann Jóhannesson, fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi; frábær vítaspyrna hjá honum.

Lokatölur 1-0 fyrir Ísland og er þetta stærsti sigur Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara til þessa. Fyrir þennan leik hafði íslenska liðið bara unnið Færeyjar, Liechtenstein og San Marínó undir stjórn Arnars. Venesúela er í 56. sæti heimslistans.

Næsti leikur Íslands er gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner