Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 22. september 2023 15:43
Elvar Geir Magnússon
Atli Sveinn hafnaði tilboði Hauka um að halda áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson verður ekki áfram þjálfari Hauka en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnaði hann tilboði frá félaginu um að halda áfram.

Atli Sveinn stýrði Haukum í 2. deildinni í tvö tímabil, liðið hafnaði í 9. sæti í fyrra og svo í 7. sæti í ár.

Atli var þjálfari Fylkis í efstu deild 2020 og 2021 en var látinn fara í lok seinna tímabilsins, þegar Fylkir féll úr efstu deild.

Á leikmannaferli sínum lék Atli með KA, Val og Örgryte í Svíþjóð. Þá lék hann níu A-landsleiki fyrir Ísland.

Ian Jeffs, sem hætti í vikunni hjá Þrótti, og Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum þjálfari og leikmaður hjá félaginu, eru orðaðir við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner