Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 22. september 2023 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Íslands - Sveindís Jane á bekknum
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá byrjar.
Diljá byrjar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild kvenna en stelpurnar okkar spila gegn Wales á Laugardalsvelli í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18:00.

Það eru stór tíðindi fyrir leikinn því Sveindís Jane Jónsdóttir, einn mesti lykilmaður Íslands, byrjar ekki vegna meiðsla. Hún er á bekknum en það spurning hvort hún geti komið við sögu.

Svona stillir Þorsteinn Halldórsson liðinu upp:

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 WalesÁ vefsíðu UEFA er liðinu stillt upp í 4-3-3 en Fótbolti.net býst við því að uppstillingin verði frekar 3-5-2.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og hvetjum við alla að skella sér á Laugardalsvöll á þessu föstudagskvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner