Bryndís Arna Níelsdóttir hefur verið kölluð inn í A-landsliðshópinn vegna meiðsla Sveindísar Jane Jónsdóttur. Hún verður í hópnum fyrir komandi leik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni.
Sveindís var ekki með í kvöld þegar Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales en hún varð fyrir meiðslum fyrr í vikunni.
Sveindís var ekki með í kvöld þegar Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales en hún varð fyrir meiðslum fyrr í vikunni.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Wales
„Við vissum það endanlega á miðvikudag (að Sveindís gæti ekki spilað). Hún átti að byrja og allt það. Auðvitað breytti það aðeins fyrir okkur," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi.
Hann staðfesti að búið væri að kalla Bryndísi inn og sagði hana hafa verið næsta á blaði. „Eðlilega er hún kölluð inn."
Það var nokkur umræða um það þegar Bryndís var ekki valin í upprunalega hópinn en hún hefur verið mjög góð með Val í sumar og er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Hún var þess í stað valinn í U23 landsliðið.
„Mér finnst hún ekki alveg klár í þetta," sagði Steini á fréttamannafundi þegar upprunalegi hópurinn var kynntur.
„Ég horfði á hana um daginn með U23 ára landsliðinu á móti Danmörku, það vantaði svolítið upp á hjá henni þar. Maður horfir svolítið í það á alþjóðlegum mælikvarða hvar leikmenn standa. Mér fannst hún ekki klár eins og staðan er í dag. Vonandi sýnir hún bara í komandi leikjum með U23 ára landsliðinu að hún sé klár í A-landsliðið."
Núna, rúmum tveimur vikum seinna, kemur Bryndís upp í A-landsliðið vegna meiðsla Sveindísar.
Hvað gerðist á tveimur vikum?
„Hún skoraði í dag," sagði Steini en Bryndís skoraði í sigri U23 landsliðsins gegn Marokkó fyrr í dag. „Ég taldi hana vera næsta inn, ekkert flóknara en það."
Athugasemdir



