Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   fös 22. september 2023 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
De Ligt ósáttur með lítinn spiltíma
De Light og Leon Goretzka ásamt Svein Ulreich eftir að hafa fengið jöfnunarmark á sig á 94. mínútu gegn Leverkusen um síðustu helgi.
De Light og Leon Goretzka ásamt Svein Ulreich eftir að hafa fengið jöfnunarmark á sig á 94. mínútu gegn Leverkusen um síðustu helgi.
Mynd: EPA

Thomas Tuchel, þjálfari Þýskalandsmeistara FC Bayern, viðurkennir að hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt sé ekki sáttur með lítinn spiltíma hjá félaginu. Hann segir þó að De Ligt sé góður liðsmaður og átti sig á því að hann sé partur af liðsheild.


De Ligt var fastamaður í byrjunarliði Bayern á síðustu leiktíð en missti sætið til Suður-Kóreubúans Kim Min-jae í úrslitaleik Ofurbikarsins gegn RB Leipzig í fyrrihluta ágústmánaðar.

Kim er búinn að festa sig vel í sessi við hlið Dayot Upamecano í hjarta varnarinnar og hefur De Ligt aðeins verið að koma inn af bekknum á nýju tímabili.

„Sem miðvörður þá er erfitt að vinna sæti í byrjunarliðinu, það eru ekki mörg tækifæri til þess. Maður fær ekki jafn mörg tækifæri til að sanna sig og leikmenn í aðrir stöðum," segir Tuchel.

„Matthijs á 100% skilið að spila fótbolta, hann er í góðu formi. Auðvitað hefur hann ekki verið sáttur með lítinn spiltíma á upphafi tímabils en hann er partur af liðsheild."

Bayern deilir toppsæti þýsku deildarinnar með Bayer Leverkusen þar sem bæði lið eiga tíu stig eftir fjórar umferðir.

Þýskalandsmeistararnir borguðu á milli 75-80 milljónir evra til að kaupa De Ligt í fyrrasumar en fengu Kim á 50 milljónir núna í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner