Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 22. október 2019 10:35
Magnús Már Einarsson
Myndband: Fékk rautt spjald eftir 13 sekúndur
Serkan Kirintili, markvörður Konyaspor í Tyrklandi, skráði sig í sögubækurnar þar í landi í gærkvöldi. Serkan fékk rautt spjald eftir einungis þrettán sekúndur í leik gegn Yeni Malatyaspor.

Þegar löng sending kom fram völlinn hljóp Serkan út fyrir vítateig og greip boltann.

Serkan vissi strax að kvöldinu væri lokið hjá sér og hann labbaði af stað út af vellinum áður en dómarinn Mustafa Ogretmenoglu veifaði rauða spjaldinu.

Liðsfélagar Serkan í Konyaspor voru því manni færri allan leikinn og töpuðu 2-0.

Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.

Athugasemdir
banner