Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 22. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Salah æfði á ný - Matip og Alexander-Arnold ekki
Mohamed Salah æfði með Liverpool í dag fyrir leikinn gegn Genk í Meistaradeildinni annað kvöld.

Salah var ekki með í jafnteflinu gegn Manchester United á sunnudag en hann hefur verið að jafna sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir eftir tæklingu Hamza Choudhury miðjumanns Leicester fyrir rúmum tveimur vikum.

Salah æfði í dag og gæti spilað leikinn gegn Genk í Belgíu annað kvöld.

Varnarmennirnir Trent Alexander-Arnold og Joel Matip voru hins vegar hvergi sjáanlegir á æfingu dagsins.

Þá er Xherdan Shaqiri ennþá fjarri góðu gamni vegna meiðsla á kálfa.
Athugasemdir
banner