Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 22. október 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Gattuso segir leikmönnum sínum að fara ekki út að borða
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli, hefur ráðlagt leikmönnum sínum að fara ekki út að borða og að forðast nálægð við aðdáendur þegar þeir eru meðal almennings.

Sjá einnig:
Veiran dreifir sér ekki á keppnisvellinum - Mesta hættan í matsalnum

Gattuso óttast að missa fleiri leikmenn vegna heimsfaraldursins en hann er þegar án Piotr Zielinski og Eljif Elmas.

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar mæta Gattuso og hans mönnum á San Paolo leikvangnum í Evrópudeildinni klukkan 16:55. AZ hefur tilkynnt um þrettán smit í sínum herbúðum og verður ekki með fullan hóp.

Gattuso vill að sínir leikmenn forðist smit með því að fara ekki út að borða og halda fjarlögð við almenning.
Athugasemdir
banner
banner