Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 22:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi sendir Ronaldo skilaboð eftir seinni skimunina
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er með Covid-19 og við aðra skimun fékk hann að vita að hann er enn með veiruna og má því ekki æfa eða spila með Juventus.

Ronaldo mun að öllum líkindum missa af leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni í næstu viku og sendi Lionel Messi skilaboð á keppinaut sinn. Messi og Ronaldo hafa verið bestu leikmenn samtímans.

„Augljóslega þegar Cristiano spilaði með Real Madrid þá voru leikirnir sérstakir," sagði Messi við DAZN.

„Leikir gegn þeim eru alltaf sérstakari en með Ronaldo inn á vellinum þá voru þeir sérstaklega mikilvægir."

Messi var spurður út í samkeppnina við Ronaldo þegar þeir voru báðir í spænsku deildinni. Messi segist vona að Ronaldo geti tekið þátt á miðvikudaginn.

„Það er núna í fortíðinni og í dag einbeitum við okkur að áskorunum dagsins. Á miðvikudag er leikur og ég vona að Cristiano geti verið þar og muni ná sér af vírusnum. Leikirnir við Cristiano eru og verða sérstakar viðureignir sem munu lifa að eilífu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner