fös 22. nóvember 2019 23:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég verð faðir ykkar, vinur, kærasta... hvað sem þið viljið"
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho talaði af ástríðu er hann talaði við leikmenn sína í fyrsta skipti eftir að hann tók við Tottenham.

Hinn 56 ára gamli Mourinho var ráðinn til Tottenham á miðvikudaginn eftir brottrekstur Mauricio Pochettino deginum áður.

Portúgalski fjölmiðillinn Record sagði frá því að Mourinho hefði haldið ástríðufulla ræðu fyrir leikmenn Tottenham þar sem hann á að hafa sagt: „Ég verð faðir ykkar, vinur eða kærasta... hvað sem þið viljið."

Því er líka haldið fram að Mourinho hafi sagt við leikmenn sína að þeir séu betri en taflan segir.

Tottenham er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir 12 leiki. Spurs mætir West Ham í hádegisleiknum á morgun.

Portúgalski fjölmiðillinn sagði einnig að Mourinho hefði átt einkafundi með nokkrum leikmönnum, þar á meðal Toby Alderweireld og Christian Eriksen. Þeir eru að renna út á samningi, en Mourinho vill halda þeim.

Mourinho hefur verið rekinn úr síðustu tveimur störfum sínum, frá Chelsea og Manchester United. Hann segist hafa lært af mistökum sínum.

„Ég er hógvær. Ég er nægilega hógvær til að greina ferilinn minn. Ekki bara síðasta ár heldur allan ferilinn, þróunina, vandamálin og lausnirnar. Ég reyni ekki að kenna neinum öðrum um," sagði Mourinho," sagði Mourinho á fréttamannafundi í gær.

„Ég áttaði mig á því að ég gerði mistök. Ég ætla ekki að gera sömu mistök. Ég mun gera mistök en ekki þau sömu."

Hann er ekki herra Chelsea þrátt fyrir að hafa verið stjóri þar tvisvar.

„Ég held að ég sé herra Porto, herra Inter og herra Real Madrid og annað hjá öðrum félögum líka."

„Ég er hjá því félagi sem ég er. Ég klæðist náttfötum félagsins og sef í þeim. Ég vinn og svef. Þú ferð að ruglast á æfingagallanum og náttfötunum."

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband frá æfingu Tottenham í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner